23.06.2025
Grunnskólinn á Þórshöfn auglýsir eftir skólaliða í 100% starf fyrir skólaárið 2025-2026. Um er að ræða fjölbreytt starf sem felur í sér daglega ræstingu, frímínútnagæslu og vinnu í frístund.
Lesa meira
20.06.2025
Skólinn fékk 100.000 kr peningagjöf frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar í tilefni 90 ára afmælis skólans haustið 2023. Þann pening nýttum við til að kaupa stjörnukíki og smásjá.
Tækin munu auðga nám nemenda okkar og við erum afar þakklát Verkalýðsfélagi Þórshafar fyrir höfðinglega gjöf.
Lesa meira
05.06.2025
Öflug stjórn nemendafélagsins hefur staðið fyrir nokkrum viðburðum í vetur, nú í vor gáfu þau nemendum skólapeysur, heldur flott og vegleg gjöf!
Lesa meira
04.06.2025
Voru ekki allir að bíða eftir myndum af starfsfólkinu 😄
Við þökkum fyrir veturinn og þökkum þeim sem tóku vel á móti okkur í gær í óvissuferð starfmanna 🥰
Lesa meira
28.05.2025
Árlegur hjóladagur grunnskólans verður á föstudaginn. María lögregluþjónn mætir á svæðið og framkvæmir öryggisskoðun á reiðhjólum nemenda.
Að lokinni skoðun fá nemendur límmiða sem staðfestir að hjólið þeirra standist öryggiskröfur.
Að sjálfsögðu er skylda að vera með hjálm!
Lesa meira
27.05.2025
Skólaslit og útskrift nemenda úr grunnskóla munu fara fram í Þórsveri föstudaginn 30. apríl klukkan 17.00
Lesa meira
23.05.2025
Brasskvintett Norðurlands gladdi okkur með stórkostlegum tónleikum í dag. Í hljómsveitinni eru sex manns og er spilað á trompet, franskt horn, túbu, básúnu og trommur.
Lesa meira
15.05.2025
Foreldrar nemenda í 7. bekk fengu að njóta upplestrar og kynningar á ýmsum íslenskum skáldum á lestrarhátíð bekkjarins sem haldin var 9. maí.
Lesa meira