Frístund

Frístund eða lengd viðvera fyrir nemendur yngsta stigs er opin mánudaga til fimmtudaga, frá kl.13.00 til 16.00.

Samstarf er á milli grunnskólans og UMFL og er leitast er við að hafa allar íþróttaæfingar yngstu nemenda á starfstíma frístundar og að þau börn sem eru í frístund fari einnig í sitt tónlistarnám á meðan þau eru í skóla eða frístund þannig að þá hafi þau lokið námi sínu og skiplögðum tómstundum er skóladeginum lýkur.

Í frístund leitumst við við að tryggja börnunum fjölbreytt og uppbyggileg viðfangsefni.  

Aðalaðstaðan er grunnskólahúsnæðið. Einnig nýtum við náttúruna og nærumhverfi. 

Gefin er út stundatafla svo foreldrar fá mynd af því sem við gerum. Dögum er oftast þemaskipt. T.d. sköpun á ákv. vikudegi, borðspil á ákv. vikudegi, íþróttahús á ákv vikudegi og svo framvegis.  Frjáls leikur fær einnig sitt pláss :) 

Boðið er upp á hressingu kl.14, brauð, álegg og ávexti.  

Starfsmaður frístundar á haustönn 2023 er Janneke Rós Möller, janneke@thorshafnarskoli.is

Opnun frístundar fylgir skóladagatalinu og er gjaldskrá að finna á heimasíðu Langanesbyggðar, á síðunni:

gjaldskra-grunn-og-leikskola.pdf (langanesbyggd.is)

Nemendur á yngsta stigi sem fara með skólabíl eru þáttakendur í frístund frá kl.13.00 til kl. 14.00, ekkert gjald er tekið fyrir það.