Frístund eða lengd viðvera fyrir nemendur yngsta stigs er opin mánudaga til fimmtudaga, frá kl.13.00 til 16.00.
Í frístund leitumst við við að tryggja börnunum fjölbreytt og uppbyggileg viðfangsefni.
Aðalaðstaðan verður í vetur á efstu hæð íþróttahússins. Einnig nýtum við náttúruna og nærumhverfi.
Gefin er út stundatafla svo foreldrar fá mynd af því sem við gerum. Dögum er oftast þemaskipt. T.d. sköpun á ákv. vikudegi, borðspil á ákv. vikudegi, íþróttahús á ákv vikudegi og svo framvegis. Frjáls leikur fær einnig sitt pláss :)
Boðið er upp á hressingu kl.14, brauð, álegg og ávexti.
Starfsfólk frístundar veturinn 2025-2026 eru Katrín Rúnarsdóttir og Nuka-Naja Lynge Egede .
Opnun frístundar fylgir skóladagatalinu og er gjaldskrá að finna á heimasíðu Langanesbyggðar, á síðunni:
Gjaldskrá grunn- og leikskóla á heimasíðu Langanesbyggðar
Nemendur á yngsta stigi sem fara með skólabíl eru þáttakendur í frístund frá kl.13.00 til kl. 14.00, ekkert gjald er tekið fyrir það.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is