Skólinn okkar

Skólinn okkar

Veturinn 2019 – 2020 eru 65 nemendur í Grunnskólanum á Þórshöfn í fimm kennslueiningum.

Skólanum er skipt í þrjú stig, yngsta stig  miðstig og elsta stig. Tveir umsjónarkennarar eru á yngsta stigi og er samkennsla í 1. -2. árgangi og 3. – 4. árgangi.  Tveir stuðningsfulltrúar eru í kennsluteymi yngsta stigs.

Nemendafjöldi á yngsta stigi:

  1. árgangur             2 nemendur                                     Kumblavík
  2. árgangur             9 nemendur                                     Kumblavík
  3. árgangur             8 nemendur                                     Ártún
  4. árgangur             10 nemendur                                   Ártún

Á miðstigi er einn umsjónarkennari og einn stuðningsfulltrúi. Samkennsla er í þessum tveimur árgöngum.

Nemendafjöldi á miðstigi

      5. árgangur             8 nemendur                                      Eldjárnsstaðir                                                   

      6. árgangur             4 nemendur                                     Eldjárnsstaðir

Á  elsta stigi eru tveir umsjónarkennarar.  Samkennsla er  í 7. – 9. árgangi. Einn sérkennari er í kennsluteymi elsta stigs.

Nemendafjöldi á elsta stigi:

         7. árgangur             3 nemendur                                      Ássel og Hvannstaðir

         8. árgangur             6 nemendur                                     Ássel og Hvannstaðir

         9. árgangur             8 nemendur                                     Ássel og Hvannstaðir

          10. árgangur           7 nemendur                                     Brimnes

 

Námsver skólans er á suðurgangi  í Heiði en sú stofa er einnig sérkennslustofa og er skrifstofa deildarstjóra sérkennslu þar við hliðina.  

Kennsla við skólann fer fram í tveimur byggingum; Grunnskólanum á Þórshöfn og  íþróttahúsinu Veri.

Grunnskólinn opnar klukkan 7:30 á morgnana af fjölliða skólans. Stuðningsfulltrúar mæta til vinnu annars vegar 7:50 og 8:00. Mælst er til þess að nemendur mæti ekki fyrr í skólann en klukkan 8:00 sé þess kostur.

Skólinn er opinn til 16:00 eða þangað til síðasti starfsmaður fer heim.

Frístund er rekin við skólann frá mánudegi til föstudags. Leitast er við að hafa allar íþróttaæfingar yngstu nemenda á starfstíma frístundar og að þau börn sem eru í frístund fari einnig í sitt tónlistarnám á meðan þau eru í skóla eða frístund þannig að þá hafi þau lokið námi sínu og skiplögðum tómstundum er skóladeginum lýkur. Ábyrgðaraðili frístundar er skólastjóri.

Skólastjóri Grunnskólans er sömuleiðis skólastjóri Tónlistarskóla Langanesbyggðar. Einn tónlistarkennari starfar við skólann í fullri stöðu og er jafnframt deildarstjóri tónlistarskólans.

í Tónlistaskóla Langanesbyggðar stunduðu á haustönn 24 nemendur nám og á vorönn 20 nemendur.