Fréttir

Styrkur frá Endurmenntunarsjóði grunnskóla

Grunnskólinn á Þórshöfn fékk styrk upp á 625.000 kr í verkefni sem snýr að því að efla starfsfólk með handleiðslu frá markþjálfa og eru markmiðin þau að starfsfólk þjálfist í ígrundun og geti greint styrkleika sína, efli sjálfþekkingu og seiglu og að líkur á kulnun hjá starfsfólki minnki.
Lesa meira

Okkar fulltrúar á svæðismóti í skák

Við áttum fjóra flotta fulltrúa á svæðismóti í skák sem haldið var á Akureyri 22. apríl.
Lesa meira

Vortónleikar

Vortónleikar Tónlistarskóla Langanesbyggðar verða 1. maí í Þórsveri og hefjast kl. 14.00. Í beinu framhaldi af tónleikum mun Verkalýðsfélag Þórshafnar bjóða upp á sitt árlega 1. mai kaffihlaðborð.
Lesa meira

Skóladagatal 2024-2025

Skóladagatal Grunnskólans á Þórshöfn fyrir skólaveturinn 2024-2025 er komið á heimasíðuna okkar
Lesa meira

Auglýsum eftir kennurum

Við óskum eftir áhugasömum kennurum sem eru skapandi í starfi og hafa mikinn áhuga á fjölbreyttum kennsluháttum og skólaþróun.
Lesa meira

Ævintýri í Latabæ

Nemendur Grunnskólans á Þórshöfn setja upp Ævintýri í Latabæ fimmtudaginn 14. mars. Sýningin verður í Þórsveri og hefst kl. 17.00
Lesa meira

Auglýsum eftir tónlistarkennara

Tónlistarskóli Langanesbyggðar óskar eftir tónlistarkennara í 100 % stöðu, tónlistarskólinn er deild innan Grunnskólans á Þórshöfn.
Lesa meira

Auglýsum eftir stuðningsfulltrúa

Við auglýsum eftir stuðningsfulltrúa í 60-80% starf skólaveturinn 2024-2025
Lesa meira

Grunnskólinn á Þórshöfn og leikskólinn Barnaból auglýsa eftir deildarstjóra stoðþjónustu.

Um er að ræða 100% starf sem skiptist á milli stofnana í hlutfalli við þörf hverju sinni. Mikið og gott samstarf er á milli skólanna og í unnið er í anda lærdómssamfélags, mikil áhersla er á teymisvinnu og góð samskipti. Báðir skólar hafa innleitt agastefnuna Jákvæður agi og starfa eftir þeirri stefnu.
Lesa meira

Þemadagar fyrir árshátíð

Undirbúningsvinna vegna árshátíðar er hafin en nemendur munu setja upp Latabæ 14. mars
Lesa meira