Fréttir

Verum ástfangin af lífinu

Í fyrirlestrinum Verum ástfangin af lífinu er Þorgrímur fyrst og fremst að hvetja nemendur til að leggja sig fram, bera ábyrgð á sjálfum sér, hjálpa öðrum og vera góðar manneskjur. Einnig fjallar hann um mikilvægi svefns og að setja sér makmið.
Lesa meira

Heimsókn Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands

Tilefni heimsóknarinnar var að tala við börn um bókina ,,Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar” sem sendiráðið gaf út haustið 2022. Ásamt því að kynna bókina ræddi hópurinn um störf framtíðarinnar, þeirra drauma og áskoranir.
Lesa meira

Breytingar í húsnæðismálum skólans við upphaf skólaárs

Heildarfjöldi nemenda í haust er 54 og skiptast þeir á þrjú aldursstig, sem nú hafa aðsetur í þremur aðskildum byggingum.
Lesa meira

Uppfærð akstursáætlun

Breytingar eru á akstursáætlun í Þistilfirði
Lesa meira

Skólasetning

Skólasetning grunnskólans verður miðvikudaginn 20. ágúst kl. 17:00 í Þórsveri. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá daginn eftir, fimmtudaginn 21. ágúst kl. 8:10.
Lesa meira

Laust starf skólaliða við Grunnskólann á Þórshöfn

Grunnskólinn á Þórshöfn auglýsir eftir skólaliða í 100% starf fyrir skólaárið 2025-2026. Um er að ræða fjölbreytt starf sem felur í sér daglega ræstingu, frímínútnagæslu og vinnu í frístund.
Lesa meira

Stjörnukíkir og smásjá keypt fyrir gjafafé frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar

Skólinn fékk 100.000 kr peningagjöf frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar í tilefni 90 ára afmælis skólans haustið 2023. Þann pening nýttum við til að kaupa stjörnukíki og smásjá. Tækin munu auðga nám nemenda okkar og við erum afar þakklát Verkalýðsfélagi Þórshafar fyrir höfðinglega gjöf.
Lesa meira

Skólapeysur frá nemendafélaginu!

Öflug stjórn nemendafélagsins hefur staðið fyrir nokkrum viðburðum í vetur, nú í vor gáfu þau nemendum skólapeysur, heldur flott og vegleg gjöf!
Lesa meira

Starfsfólk þakkar fyrir veturinn

Voru ekki allir að bíða eftir myndum af starfsfólkinu 😄 Við þökkum fyrir veturinn og þökkum þeim sem tóku vel á móti okkur í gær í óvissuferð starfmanna 🥰
Lesa meira

Hjóladagur

Árlegur hjóladagur grunnskólans verður á föstudaginn. María lögregluþjónn mætir á svæðið og framkvæmir öryggisskoðun á reiðhjólum nemenda. Að lokinni skoðun fá nemendur límmiða sem staðfestir að hjólið þeirra standist öryggiskröfur. Að sjálfsögðu er skylda að vera með hjálm!
Lesa meira