Eldvarnarfræðsla hjá 3. bekk

Foreldrar barna í 3. bekk mega búast við ítarlegum spurningum um eldvarnir heima fyrir næstu daga. Þetta er kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur til að fara saman yfir öryggisatriði heima fyrir.

Nemendur í 3. bekk fengu gagnlega fræðslu frá Slökkviliði Langanesbyggðar í dag. Slökkviliðsstjóri fór yfir mikilvægi eldvarna á heimilum og hvatti börnin til að ræða þessi mál við foreldra sína.

Börnin voru hvött til að ræða heima fyrir þessi atriði: 

  • Reykskynjarar í öllum rýmum
  • Rafhlöður og endurnýjun þeirra
  • Eldvarnarteppi
  • Rýmingarleiðir
  • Söfnunarstaður utandyra ef rýma þarf í skyndi

Eftir fræðsluna fengu nemendur að skoða búnað slökkviliðsins og setjast inn í slökkviliðsbílinn.