Nemendur úr leik- og grunnskóla heimsækja reglulega íbúana á Nausti og taka þátt í ánægjulegum samverustundum.
Hér má sjá nemendur af miðstigi sem höfðu með sér fallegar bækur sem þau höfðu útbúið sjálf. Þau lásu upp frumsamdar sögur sínar fyrir íbúana.
Færðir voru til tveir starfsdagar, frá 5. mars og 24. apríl til 29. og 30. apríl. Þetta er miðvikudagur og fimmtudagur, föstudagurinn 1. maí er frídagur.