Kjarval á Austurlandi

Listfræðsluverkefni á vegum BRAS 2025- Skaftfell listamiðstöð Austurlands

Ferðalag miðstigs 1. október á Seyðisfjörð í Skaftfell í listasmiðju tengda listaverkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarval.

Dagskráin

Kjarval á Austurlandi – Leiðsögn 

Nemendur fengu leiðsögn um sýninguna Kjarval á Austurlandi, sem var sumarsýning Skaftfells þetta árið. Á sýningunni var Austurland viðfangsefni Kjarvals, enda hafði hann ætíð sterkar taugar þangað frá því að hann var tekinn í fóstur sem barn á Borgarfirði Eystri. Umsjón með leiðsögninni hafði Anna Margrét Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi Skaftfells.

Kjarval á Austurlandi – Listasmiðja 

Í listasmiðjunni fengu nemendur innsýn inn í líf og list Kjarvals með áherslu á æsku hans og tengsl við Austurland. Kjarval var sendur í fóstur á Borgarfjörð eystri þegar hann var fjögurra ára gamall og bjó þar til sautján ára aldurs. Í smiðjunni var pælt í haustlitunum og litanotkun Kjarvals í málverkum hans, og var nemendum og kennurum hvatt til að nýta rútuferðina til að horfa á og hugsa um litina í náttúrunni. Umsjón með listasmiðjunni hafði Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, myndlistarkona.

Tækniminjasafnið – Leiðsögn úti og inni

Nemendur voru sóttir í Skaftfell og gengið var með þeim í gegnum vörður Tækniminjasafnsins. Endað var á safninu þar sem nemendur skoðuðu sýninguna, fengu leiðsögn og frjálsan tíma til að skoða sig um. Umsjón með leiðsögn Tækniminjasafnsins hafði Katla Rut Pétursdóttir.

Myndir í myndasafni