05.10.2015
Hér má nálgast matseðil fyrir október mánuð.
Sniðugt að hengja hann á ísskápinn og fylgjast með hvaða kræsingum við gæðum okkur á hérna í skólanum alla daga.
Lesa meira
26.09.2015
Skólasetning, fjölgreindarleikar, Fiðlan og fótstigið, Eldbarnið, Norræna skólahlaupið, Göngum í skólann, samræmd próf, bekkjarkvöld, námsefniskynningar að ógleymdum Skuggamyndunum frá Býsan eru allt hugtök og heiti sem finna má fréttir af hér á síðunni! Að auki hefur verið upplestur á bókasafninu, samspil hjá Kadri auk alls kyns námslegra viðfangsefna annrra.
Lesa meira
26.09.2015
Nú er að baki vikan þar sem átak var í því að koma gangandi í skólann.Krakkarnir stóðu sig mjög vel - og sumir í starfsmanna hópnum líka, en aðrir síður! Kannski eins og gengur.
Lesa meira
22.09.2015
Á mánudaginn 28.september klukkan 20:30, verður erindi á vegum Heimilis og skóla (væntanlega í Þórsveri).
Við fögnum komu fulltrúa þeirra hingað til okkar og vonandi komast sem allra flestir þetta kvöld, því sagan sannar að gott samstarf er lykillinn að árangursríku skólastarfi.
Í fyrirlestrinum verður farið yfir mikilvægi og ávinning af góðu samstarfi milli heimilis og skóla.
Lesa meira
22.09.2015
Það er aldrei dauð stund hér hjá okkur í skólanum og á morgun, miðvikudag verða umsjónarkennarar og nemendur i 5.- 6.árgangi og 7.
Lesa meira
21.09.2015
Sú hefð hefur verið hér við skólann á liðnum árum að síðasta föstudag hvers mánaðar hefur verið svokallað frjálst nesti.Þá mega nemendur koma með hvað eina sem þau vilja en þó ekki sælgæti eða gosdrykki.
Lesa meira
21.09.2015
Grunnskólinn á Þórshöfn mun taka þátt í Göngum í skólann, verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embætti landlæknis, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla.
Göngum í skólann verður sett mánudaginn 21.
Lesa meira
15.09.2015
Föstudaginn 18.september kl.8:30 fáum við heimsókn frá Möguleikhúsinu, en það mun flytja okkur leiksýninguna "Eldbarnið".
Hvernig bregst lítil stúlka við þegar veröldin umturnast vegna ógnvænlegra náttúruhamfara?
Sólveig er söguhetjan í þessu nýja leikriti Möguleikhússins.
Lesa meira
15.09.2015
Fiðla og fótstigið er samstarfsverkefni fiðluleikarans Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur og organistans Eyþórs Inga Jónssonar.Um er að ræða fræðandi, skapandi og aðgengilegt tónleikaprógram sem ætlað er nemendum á grunn- og framhaldskólaaldri.
Flutt er tónlist eftir mörg af þekktustu tónskáldum veraldar í nýjum búningi þar sem útsetningar og spuni setja létta, þjóðlega stemmningu og gera tónlistina enn aðgengilegri hlustendum; Mozart á moldargófli, Schubert í sauðskinsskóm, Liszt í lopapeysu, Handel með hangikjöti og Lully lundabaggi eru uppskriftir tónleikanna.
Leikið er á fiðlu og fótstigið orgel, harmoníum.
Lesa meira