27.11.2015			
	
		Grunnskólinn á Bakkafirði fagnar því nú í dag að 30 ár eru síðan húsnæði skólans var tekið í notkun.
Grunnskólastarf í fyrrum Skeggjastaðahreppi er þó mun eldra.
Við öll í Grunnskólanum á Þórshöfn óskum Bakkfirðingum og nærsveitungum til hamingju með daginn!
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					16.11.2015			
	
		Steini okkar er nú farinn í fæðingarorlof fram yfir áramót.Við erum svo heppin að hafa fengið Katrínu Örnu Kjartansdóttur í afleysingar í sund og íþróttakennslu.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
				
			
					16.11.2015			
	
		Til eru fræ, sem fengu þennan dóm:
Að falla í jörð, en verða aldrei blóm.
Eins eru skip, sem aldrei landi ná,
og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá,
og von sem hefur vængi sína misst,
og varir, sem að aldrei geta kysst,
og elskendur, sem aldrei geta mæst
og aldrei geta sumir draumar ræst.
Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn,
og lítil börn, sem aldrei verða menn.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
				
			
					12.11.2015			
	
		Hún hét Abba-labba-lá.
Hún var svört og brún á brá
og átti kofa í skóginum
á milli grænna greina
og trúði á stokka og steina.
En enginn vissi, hvaðan
hún kom í þennan skóg;
enginn vissi, hvers vegna
hún ærslaðist og hló,
og enginn vissi, hvers vegna
hún bæði beit og sló.-
Hún hét Abba-labba-lá.
Hún var svört og brún á brá
og gerði alla vitlausa,
sem vildu í hana ná.
Á villidýrablóði,
á villidýrablóði,
lifði Abba-labba-lá.
...Einu sinni sá ég
Abba-labba-lá.
Hún dansaði í skóginum,
svört og brún á brá.
Mér hlýnaði um hjartað
og hrópaði hana á:
Abba-labba,
Abba-labba,
Abba-labba-lá!
Þá kom hún til mín hlaupandi
og kyssti mig og hló,
beit mig og saug úr mér
blóðið, -svo ég dó.
-Og afturgenginn hrópa ég
út yfir land og sjá:
Varið ykkur, veslingar,
varið ykkur, veslingar,
á Abba-labba-lá.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
				
			
					12.11.2015			
	
		Það er gaman að grúska í ljóðum þeirra skálda sem við tileinkum Dag íslenskrar tungu.Í fyrra var það Hannes Pétursson, sem enn skrifar og gleður okkur með ljóðum sínum en í ár er það Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					11.11.2015			
	
		Konan sem kyndir ofninn minn 
Ég finn það gegnum svefninn,
að einhver læðist inn
með eldhúslampann sinn,
og veit, að það er konan,
sem kyndir ofninn minn,
sem út með ösku fer
og eld að spónum ber
og yljar upp hjá mér,
læðist út úr stofunni
og lokar á eftir sér.
Ég veit að hún á sorgir,
en segir aldrei neitt,
þó sé hún dauða þreytt,
hendur hennar sótugar
og hárið illa greitt.
Hún fer að engu óð
er öllum mönnum góð
og vinnur verk sín hljóð -
Sumir skrifa í öskuna
öll sín bestu ljóð.
Ég veit að þessi kona
er vinafá og snauð
af veraldlegum auð,
að launin, sem hún fær,
eru last og daglegt brauð.
En oftast er það sá,
sem allir kvelja og smá,
sem mesta mildi á.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					11.11.2015			
	
		Á mánudaginn, þann 16.nóvember verður dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur hér í skólanum.Dagskráin fer fram í Þórsveri frá 17:00 til 18:30
Hátíðin í ár er tileinkuð Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi (f.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					06.11.2015			
	
		Á mánudaginn er „stóri upplestrardagurinn“.Hann er fyrsti dagur Norrænu bókasafnavikunnar og kl.9 á mánudagsmorguninn verður lesið á sama tíma á öllum Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, sömu textar á mismunandi tungumálum.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					06.11.2015			
	
		Á hverju hausti svara nemendur okkar spurningum í Skólapúlsinum þar sem t.d.eru könnuð viðhorf til stærðfræði og ánægja af lestri.
Í ár gerist það að snillingarnir sem hér eru við nám, hafa meiri ánægju af lestri en jafnaldrar þeirra á landi hér - og haldið ykkur fast: - Jafn mikinn áhuga og aðrir landsmenn á sama aldri, á stærðfræði! Þetta eru virkilega góð tíðindi og töflurnar sem hér eru með sýna svo um munar að námsáhugi nemenda okkar eykst ár frá ári!
Með jákvæðu sjálfstali, með væntingum foreldra og skóla mótum við áhugasama, úrræðagóða og jákvæða einstaklinga sem munu, fyrr en varir taka við þjóðarskútunni.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					06.11.2015			
	
		Fimmtudaginn 12.nóvember boðar Nemendafélagið Aldan til hrekkjavöku í Þórsver fyrir alla nemendur skólans.Kjallarinn verður skreyttur með hinum ýmsu
kynjaverum líkt og gert hefur verið síðustu ár.
Lesa meira