Fréttir

Skólasetning ágúst 2015

Grunnskólinn á Þórshöfn verður settur þann 21.ágúst klukkan 17:00. Ef veður verður gott fer athöfnin fram í skrúðgarði bæjarins en verði það í verri kantinum fer hún fram í kirkjunni. Sjáumst hress og kát og vonandi í hinni mestu blíðu Skólastjóri.
Lesa meira

Nemendur okkar á ferð og flugi

Stefanía, Inga, Svanhildur og Mikolaj í Pärnu Dagana 3.- 7.júní eru fjórir nemendur frá okkur þátttakendur í listabúðum hjá vinaskóla okkar í Eistlandi, Pärnu Vabakool.
Lesa meira

Skólaslit, handverkssýning og kaffihús

Skólaslit verða á morgun laugardaginn 30.maí kl.14 í Þórshafnarkirkju. Að þeim loknum verður foreldrafélag grunnskólans með kaffisölu í félagsheimilinu Þórsveri.
Lesa meira

Umhverfisráðstefna 7.-9.bekkjar

Allir velkomnir á glæsilega umhverfisráðstefnu 7.-9.bekkjar í dag kl.12.30.
Lesa meira

Háskólalestin á Þórshöfn

Á föstudag og laugardag nk mun Háskólalestin koma í Langanesbyggð.Á föstudag munu nemendur í 5.-10.bekk úr Grunnskólanum á Þórshöfn og Grunnskólanum á Bakkfirði sækja sex námskeið hjá lestinni í eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, japönsku, stjörnufræði og vindorku og vindmyllum. Á laugardag býður síðan Háskólalestin öllum íbúum til Vísindaveislu í Þórsveri. Þetta er viðburður sem vert er að líta á - enginn aðgangseyrir - allir velkomnir.
Lesa meira

Innritun nýrra nemenda

Í dag fór innritun nýrra nemenda fram í Grunnskólanum á Þórshöfn og hér mætti glaður hópur sem innritaðist í 1.bekk fyrir skólaáríð 2015-2016. Við óskum þeim til hamingju og hlökkum til að starfa með þeim næstu tíu árin.
Lesa meira

Fermingarbörnum færðar gjafir

Líkt og síðast liðin ár færði Sparisjóður Norðurlands, nú á dögunum, fermingarbörnum okkar vasareikni að gjöf.Vasareiknirinn nýtist þeim vel í því krefjandi stærðfræði námi sem þau munu taka sér fyrir hendur á næstu árum. Þökkum við Sparisjóði Norðurlands kærlega fyrir stuðninginn.
Lesa meira

Lesa meira

Varðandi leyfi frá skóla

Foreldrar og forráðamenn skulu snúa sér til umsjónarkennara varðandi leyfi. Leyfi í 1-2 daga veitir umsjónarkennari en séu leyfi 3 dagar eða meira þarf umsjónarkennari að vísa málinu til skólastjóra og þeir afgreiða beiðnina í sameiningu. Séu nemendur í leyfi er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn sjái til þess að nemandi sinni námi sínu, bæði heimanámi sem og því námi sem hann missir af í skólanum, á meðan á leyfinu stendur. Meðfylgjandi er eyðublað sem fylla þarf út og afhenda umsjónarkennara.
Lesa meira

Matseðill fyrir maí

Hér má sjá matseðil fyrir maí. Matseðill maí 2015
Lesa meira