Fréttir

Fermingarbörnum færðar gjafir

Líkt og síðast liðin ár færði Sparisjóður Norðurlands, nú á dögunum, fermingarbörnum okkar vasareikni að gjöf.Vasareiknirinn nýtist þeim vel í því krefjandi stærðfræði námi sem þau munu taka sér fyrir hendur á næstu árum. Þökkum við Sparisjóði Norðurlands kærlega fyrir stuðninginn.
Lesa meira

Lesa meira

Varðandi leyfi frá skóla

Foreldrar og forráðamenn skulu snúa sér til umsjónarkennara varðandi leyfi. Leyfi í 1-2 daga veitir umsjónarkennari en séu leyfi 3 dagar eða meira þarf umsjónarkennari að vísa málinu til skólastjóra og þeir afgreiða beiðnina í sameiningu. Séu nemendur í leyfi er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn sjái til þess að nemandi sinni námi sínu, bæði heimanámi sem og því námi sem hann missir af í skólanum, á meðan á leyfinu stendur. Meðfylgjandi er eyðublað sem fylla þarf út og afhenda umsjónarkennara.
Lesa meira

Matseðill fyrir maí

Hér má sjá matseðil fyrir maí. Matseðill maí 2015
Lesa meira

Vortónleikar Tónlistarskóla Langanesbyggðar

Laugardaginn 9.maí lýkur Tónlistarskólinn vetrarstarfi sínu með glæsilegum tónleikum í Þórsveri. Tónleikarnir hefjast klukkan 14:00 og eru þeir öllum opnir og aðgangur er ókeypis. Að tónleikum loknum geta gestir keypt sér veitingar af kaffihlaðborði og rennur andvirði sölunnar í sjóð til þess að kaupa píanó fyrir tónlistarskólann. Við hvetjum alla til þess að mæta og kynnast því góða starfi sem unnið er á meðal barna og unglinga í Tónlistarskólanum okkar. Verð fyrir veitingarnar verður kynnt síðar.
Lesa meira

Hyggur barnið þitt á tónlistarnám næsta vetur?

Þá er runninn upp tíminn til þess að skrá það í Tónlistarskóla Langanesbyggðar. Vinsamlegast nýtir ykkur eyðblöð sem má finna hér á þessari slóð: http://grunnskolinn.com/tonlistarskoli-thorshafnar/umsokn-um-tonlistarnam/ ATH.
Lesa meira

1. Foreldrakönnun Skólapúlsins febrúar 2015

Niðurstöður úr líðana og samskipta hlutanum: Líðan og einelti Í könnun Skólapúlsins voru foreldrar spurðir út hvernig þeir teldu að barni sínu liði í skólanum.
Lesa meira

Tilkynning um einelti - eyðublað

Tilkynning_eyðublað
Lesa meira

Gott er að fá gesti

Á föstudaginn var gestkvæmt hér hjá okkur í skólanum en þá komu kennarar frá Hrísey í heimsókn sem og starfsfólk Grunnskólans á Borgarfirði eystri. Það er ætíð sérlega ánægjulegt að fá gesti og við hverja komu lærum við eitthvað nýtt, því glöggt er gests augað.
Lesa meira

Samlokusala á fimmtudaginn

Nú nálgast mánaðarmót og það þýðir bara eitt, ja eða tvennt! Samlokusölu 10.bekkinga sem er þeirra fjáröflun og sparinesti. Hvernig væri nú að útbúa sérstaklega girnilega samloku eða taka með sér ávaxta og berjakokteil til að narta í með samloku þeirra í 10.
Lesa meira