Fréttir

Jólasveinarnir reima á sig skóna

Næstu nótt kemur fyrsti jólasveinninn til byggða, hann Stekkjastaur; Aðfaranótt laugardagsins,  12.12  er dagurinn sem fyrsti jólasveinninn lætur sjá sig nú í ár. Nú á aðventunni munum við birta ljóð Jóhannesar úr Kötlum um íslensku jólasveinana en engar vísur um þá góðu sveina hafa haft eins mikil áhrif á mótun hugmynda okkar um þá.
Lesa meira

Jólastöðvarnar liðnar

Í síðast liðinni viku voru jólastöðvar í Grunnskólanum á Þórshöfn.Þar var ýmislegt skapað s.s jólakort, jólaperl, gerðar jólasápur, jólakúlur á séríu, jólakallar smíðaðir og allskyns jólaskraut gert með pappírsbroti. Við látum hérna nokkar skemmtilegar myndir fylgja með af nemendum og listaverkum. Við þökkum nemendum og starfsfólki fyrir þessa skemmtilegu daga og erum strax farin að hlakka til þeirra næstu.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagins

Í nóvember var haldinn aðalfundur foreldrafélagsins og var mætingin fín og góðar umræður.Gengu þar þrír úr stjórn og þrír nýjir kosnir inn.
Lesa meira

Jólastöðvar eru komnar í gang

Nú eru okkar árlegu jólastöðvar komnar í gang og vinnu- og jólaandinn svífur hér um ganga. Engar íþróttir né sund er þessa tvo daga. Í dag, fimmtudag, eru allir nemendur búnir í skólanum kl.
Lesa meira

Matseðill í desember

Hér má sjá matseðil desember mánaðar. Matseðill des 2015
Lesa meira

Hlynur færir skólanum gjöf

Hlynur kom með fullan kassa af teiknimyndaklassík og gaf skólanum! Takk fyrir góða gjöf!  
Lesa meira

Söngur, íþróttir og landafræði

og nokkrar umræður um veður og færð, einkenna skólastarfið í dag. Samkvæmt samtali við veðurfræðing gæti dúrað eilítið um tvöleytið í dag og foreldrar verða þá að meta hvort í lagi sé að sækja börnin í skólann.
Lesa meira

Jólastöðvar

Verkefni frá jólastöðvum Á fimmtudag og föstudag verða hinar árlegu jólastöðvar hér í skólanum.Skólastarf þessa tvo daga er tileinkað list og verkgreinum og verður fjölmargt í boði fyrir nemendur að gera á sex aldursblönduðum stöðvum. Skólahald mun verða með eilítið breyttu sniði þessa daga hvað tímaramma varðar.
Lesa meira

Magnað Ljósmyndaval

  Hilma Steinarsdóttir hefur verið með nemendur sem það völdu sér, í Ljósmyndavali í vetur.Myndirnar sem hér fylgja með voru teknar ,,á tíma" eða 4 - 10 sekúndum og verður þá afraksturinn meira en lítið ,,spúgí!"  .
Lesa meira

Til hamingju með afmælið!

Grunnskólinn á Bakkafirði fagnar því nú í dag að 30 ár eru síðan húsnæði skólans var tekið í notkun. Grunnskólastarf í fyrrum Skeggjastaðahreppi er þó mun eldra. Við öll í Grunnskólanum á Þórshöfn óskum Bakkfirðingum og nærsveitungum til hamingju með daginn!
Lesa meira