Fréttir

Sá sjötti, Askasleikir

Aðfaranótt 17.desember kemur Askasleikir til byggða.Honum þykir afar gott að sleikja aska heimilisfólks en líklega verður hann að láta sér nægja að sleikja diska okkar mannfólksins því þeir hafa leyst hinn forna borðbúnað af hólmi.
Lesa meira

Sá fimmti Pottaskefill

Í nótt kom Pottaskefill til byggða ef eitthvað er að marka þjóðtrú okkar.Jóhannes úr Kötlum hafði þetta um hann að segja: Pottaskefill Tryggva Magnússonar Sá fimmti Pottaskefill, var skrítið kuldastrá. - Þegar börnin fengu skófir hann barði dyrnar á. Þau ruku'upp, til að gá að hvort gestur væri á ferð. Þá flýtti' ann sér að pottinum og fékk sér góðan verð. Pottaskefill Ólafs Péturssonar.
Lesa meira

Fatasund í nóvember

Það var mikið fjör í sundi vikuna 23 - 25.nóvember en þá var fatasund og eins og sjá má á þessum myndum, létu nemendur þyngd vatnssósa fatanna ekki hafa áhrif á sig!.
Lesa meira

Sá fjórði, Þvörusleikir

Við höldum áfram að fara í gegnum ljóðabálk Jóhannesar úr Kötlum um íslensku jólasveinana, meðfylgjandi eru myndir tveggja listamanna eins og þeir sáu kauða. Aðfaranótt 15.
Lesa meira

Stúfur hét sá þriðji

Aðfaranótt 14.desember kemur hann Stúfur til byggða.Jóhannes úr Kötlum hafði þetta um þann pilt að segja: Stúfur e.Tryggva Gunnarsson Stúfur hét sá þriðji stubburinn sá. Hann krækti sér í pönnu, þegar kostur var á. Hann hljóp með hana í burtu og hirti agnirnar, sem brunnu stundum fastar við barminn hér og þar. Stúfur Ólafs Péturssonar.
Lesa meira

Giljagaur var annar

Giljagaur Tryggva Magnússonar Giljagaur var annar, með gráa hausinn sinn. - Hann skreið ofan úr gili og skauzt í fjósið inn. Hann faldi sig í básunum og froðunni stal, meðan fjósakonan átti við fjósamanninn tal. Giljagaur Ólafs Næstur kemur Stúfur
Lesa meira

Stekkjastaur kom fyrstur

Stekkjastaur eins og Tryggvi Magnússon sá hann Stekkjarstaur kom fyrstur, stinnur eins og tré. Hann laumaðist í fjárhúsin og lék á bóndans fé. Hann vildi sjúga ærnar, - þá var þeim ekki um sel, því greyið hafði staurfætur, - það gekk nú ekki vel. Stekkjastaur Ólafs Péturssonar
Lesa meira

Samstarf milli skólastiga

Í samstarfi milli leikskóla og grunnskóla er stór þáttur að fá elsta hópinn í leikskólanum í heimsókn í grunnskólann þar sem þau fá að kynnast starfsfólki, húsnæði og nemendum. Í dag var fyrsta heimsóknin á þessu skólaári og kom glaðbeittur hópur í skólann kl.
Lesa meira

Í aðdraganda jóla....

Við í Grunnskólanum á Þórshöfn sýslum ýmislegt þessa daga fram að jólum og viljum kynna það stuttlega fyrir ykkur. Hér má sjá dagatalið okkar fyrir þessa daga fram að jólafríi. Dagatal desember
Lesa meira

Jólasveinarnir reima á sig skóna

Næstu nótt kemur fyrsti jólasveinninn til byggða, hann Stekkjastaur; Aðfaranótt laugardagsins,  12.12  er dagurinn sem fyrsti jólasveinninn lætur sjá sig nú í ár. Nú á aðventunni munum við birta ljóð Jóhannesar úr Kötlum um íslensku jólasveinana en engar vísur um þá góðu sveina hafa haft eins mikil áhrif á mótun hugmynda okkar um þá.
Lesa meira