Fréttir

Markaðsdagur í Þórsveri

Sunnudaginn 8.maí kl.14.00 – 16.00 verður markaðsdagur í Þórsveri og eru allir velkomnir með varning til að selja, nýjar sem notaðar vörur, handavinnu, nýbakað eða hvað sem fólki dettur í hug. Panta þarf borð hjá Bonný í síma 782-1393 eða í gegnum Facebook. Plássið kostar 2500 kr og mun sá peningur renna til nemenda í 5.
Lesa meira

Ratleikur

Nemendafélagið Aldan stóð fyrir ratleik fyrir 5.-6.bekk á miðvikudaginn sl.Þar skunduðu liðin um bæinn og leystu allskyns þrautir.
Lesa meira

Námsmat og helstu dagsetningar í maí

Nú styttist í námsmat vorsins en það hefst í næstu viku. Kennarar ættu að birta nemendum sínum hvernig námsmati árganganna er háttað og undirbúningi í gegnum Mentor. Athugið að nú á föstudag, 29.
Lesa meira

Skólablaðið til sölu

Skólablaðið okkar verður til sölu í Samkaup í dag kl.16-17.Í næstu viku er svo hægt að nálgast það upp í skóla.Nælið ykkur í eintak á litlar 500 kr.
Lesa meira

Nokkur hagnýt atriði vegna 20. apríls - Árshátíðar

Á morgun, miðvikudag: Skólabíll mun fara frá skólanum 12:10 og aka nemendum heim.Ekki verður skólabíll síðar um daginn og eru foreldrar beðnir um að koma börnum sínum út í Þórsver á tilgreindum tíma - sjá neðar í færslunni.   Mæting hjá völdum elstu nemendum í smink verður klukkan 14:30 og 15:00 og munum við hafa samband sérstaklega við þá sem við viljum að mæti fyrst í förðun. Aðrir bekkir mæta á tilteknum tíma, sjá hér að neðan: Þeir sem farða eru: Oddný, Ásdís, Ingveldur, Anna María, María (Etv Bylgja eða nemandi frá Bakkafirði).
Lesa meira

Árshátíðin verður þann 20. apríl

Árshátíð Grunnskólans á Þórshöfn verður haldin miðvikudaginn 20.apríl klukkan 17:00. Þá verður sýnt leikritið Skilaboðaskjóðan og tveir einþáttungar sem leiklistarval skólans setur upp. Aðgangur er ókeypis en skólablað (kr.
Lesa meira

Kökubasar á föstudag

5.og 6.bekkur verður með kökubasar í Samkaupum klukkan 15:oo föstudaginn 14.apríl. Ágóðinn mun renna í ferðasjóð krakkanna!  .
Lesa meira

Börn hjálpa börnum

Nemendur í 5.og 6.bekk hafa nú gengið í hús hér á Þórshöfn og safnað fyrir börn í Afríku og Asíu en söfnunin fer fram á landsvísu og um 90 grunnskólar taka þátt í henni. Söfnunarféð rennur til skólastarfs þar sem sérstaklega þarf að efla það. Hér á Þórshöfn söfnuðust í bauka krakkanna 47.881 króna og er þá ótalið það sem fólk lagði inn í gegnum sinn heimabanka. Hér má sjá myndir af hressum krökkum skila af sér, og að lokinni bankaferðinni var skotist niður í fjöru og notið þeirrar veðurblíðu sem hér er.
Lesa meira

Langanesið og eyðibýlin

Á Langanesi eru fjöldi eyðibýla, sem geyma sögu lands okkar og þjóðar.Við förum fram hjá mörgum þeirra þegar haldið er út að Járnkarli eða að Skálum.
Lesa meira

Tónleikar á mánudag

Við minnum á tónleikana á mánudag kl.13:00 í kirkjunni en þá mun kór Menntaskólans í Hamrahlíð syngja fyrir nemendur. Skólabíllinn fer frá kirkjunni rúmlega 14:oo og skóla lýkur hjá öllum nemendum skólans þá.
Lesa meira