30.05.2016
Skólaslitin fóru fram í einstaklega fallegu veðri og var nokkuð vel mætt.
Við útskrifuðum þrjá nemendur sem halda nú á vit nýrra ævintýra í nýjum skólum og óskum við þeim alls hins besta.
Foreldrafélagið var með kaffi að athöfn lokinni og þar var vel veitt og rúm hefði verið fyrir miklu fleiri.
Lesa meira
28.05.2016
Sumarnótt á Langanesi 28.05.2016 Elías Pétursson
Á eftir dásamlegri nótt kemur jafnvel enn fegurri dagur!
Skólaslitadagur Grunnskólans á Þórshöfn.
Skólaslitin verða í Þórshafnarkirkju klukkan 14:00
Ávarp skólastjóra
Ávarp formanns Nemendafélagsins Öldunnar
Nemendur kvaddir eftir árgöngum - umsjónarkennarar
Útskrift 10.
Lesa meira
26.05.2016
Úr íslenskri orðabók:
pylsa,
pulsa -u, -ur KVK
•
langur og mjór himnubelgur fylltur (söltuðu og reyktu) kjötdeigi
vínarpylsa
spægipulsa
pylsubrauð
•
vínarpylsa í brauðhleif með m.a.
Lesa meira
24.05.2016
Á föstudaginn er samtalsdagur hér í skólanum.Þá ræða umsjónarkennarar við nemendur um hvernig hefur gengið í vetur, hvernig markmiðssetningin gekk og þá ekki síður hvernig gekk að ná þeim.
Umsjónarkennarar fara yfir félagslegu markmiðin með hverjum og einum nemanda, en félagsfærnin heitir nú samkvæmt Aðalnámskránni - lykilhæfni.
Lesa meira
24.05.2016
því miður er villa í myndinni - en þetta er 28.05
Lesa meira
24.05.2016
Það er varla að maður geti sagt frá því öllu sem er að gerast í skólastarfinu okkar þessa dagana.1.- 4.bekkur þutu út um allan bæ í ratleik í dag í alveg dásamlegu veðri.
8.
Lesa meira
24.05.2016
Þeir hafa verið tíðindasamir síðustu tveir dagarnir hjá 5.og 6.bekk en þau eru í óvenju glæsilegu ferðalagi, enda hafa þau og foreldrar þeirra ásamt umsjónarkennar staðið í ströngum fjáröflunum undanfarið.
Krakkarnir hafa fari á minjasöfn, keilu, út í Hrísey, siglt út á Eyjaförðinn og svo átt kósístundir í bústöðum! Til hamingju krakkar með flott skólaferðalag og takk Hilma, Bonní og Ólína fyrir að fara með þeim í allt þetta! Það er nefnilega ekkert alveg sjálfsagt!.
Lesa meira
23.05.2016
Á föstudaginn var stór dagur í lífi margra barna hér á Þórshöfn því þau innrituðust í Grunnskólann.10 ára skólaganga er að hefjast.
Lesa meira
20.05.2016
Ýmsar upplýsingar er texti sem birtist hér að ofan á síðunni, en þar er að geyma mikinn fjársjóð!
Þar undir má t.d.finna textann ,,Skýrslur skóla" og þar eru niðurstöður kannana Skólapúlsins undanfarin ár.
Þar má einnig finna skóladagatal næsta vetrar.
Lesa meira
20.05.2016
Aldrei leiðinlegt að horfa út um gluggann minn!
Lesa meira