Fréttir

Kertasund er hátíðleg stund

Krakkarnir okkar og Bakkfirðingar fóru í kertasund nú fyrir jólin og mikið sem það er fallegt að sjá! Gleðin lýsir úr hverju andliti og stemningin er töfrum líkust! Þau Katrín og  Pálmi sem hafa verið að leysa Steina af í fæðingarorlofinu hans hafa nú kvatt okkur og eru farin suður, en hver veit nema þau komi aftur í heimsókn til okkar!
Lesa meira

Jólafrí! Er eitthvað betra en það?

  Að baki er yndisleg samvera okkar allra hér í skólanum.Nemendur og starfsfólk mættu í sínu fínasta pússi í skólann í morgun og nutu sín, þennan síðasta skóladag ársins.
Lesa meira

Skyrgámur, sá áttundi

Í nótt, aðfaranótt 19.desember kemur hann Skyrgámur, matgæðingur mikill: Skyrjarmur, sá áttundi, var skelfilegt naut. Hann hlemminn o´n af sánum með hnefanum braut. Svo hámaði hann í sig og yfir matnum gein, unz stóð hann á blístri og stundi og hrein.
Lesa meira

Sjöundi var Hurðaskellir

Síðast liðna nótt (18.12)kom hann Hurðaskellir til byggða, en hann er í upphaldi hjá mörgum.Jóhannes úr Kötlum lýsir honum svo; Hurðaskellir Tryggva. Sjöundi var Hurðaskellir, - sá var nokkuð klúr, ef fólkið vildi í rökkrinu fá sér vænan dúr. Hann var ekki sérlega hnugginn yfir því, þó harkalega marraði hjörunum í. Hurðaskellir Ólafs Péturssonar.
Lesa meira

Jólaguðsspjallið

Nemendur í 1.- 4.árgangi sögðu frá í máli og myndum efni jólaguðsspjallsins og komu foreldrar í heimsókn og nutu frásagnarinnar!  .
Lesa meira

Heimsókn til slökkviliðsins

2.-4.árgangur fór í heimsókn á slökkvistöðina á mánudaginn var þar sem  tekið var mjög vel á móti okkur.Krakkarnir fengu að skoða tól og tæki, fengu að prufa að vera í reyk og Tóti sýndi þeim reykkafarabúning.
Lesa meira

Sá sjötti, Askasleikir

Aðfaranótt 17.desember kemur Askasleikir til byggða.Honum þykir afar gott að sleikja aska heimilisfólks en líklega verður hann að láta sér nægja að sleikja diska okkar mannfólksins því þeir hafa leyst hinn forna borðbúnað af hólmi.
Lesa meira

Sá fimmti Pottaskefill

Í nótt kom Pottaskefill til byggða ef eitthvað er að marka þjóðtrú okkar.Jóhannes úr Kötlum hafði þetta um hann að segja: Pottaskefill Tryggva Magnússonar Sá fimmti Pottaskefill, var skrítið kuldastrá. - Þegar börnin fengu skófir hann barði dyrnar á. Þau ruku'upp, til að gá að hvort gestur væri á ferð. Þá flýtti' ann sér að pottinum og fékk sér góðan verð. Pottaskefill Ólafs Péturssonar.
Lesa meira

Fatasund í nóvember

Það var mikið fjör í sundi vikuna 23 - 25.nóvember en þá var fatasund og eins og sjá má á þessum myndum, létu nemendur þyngd vatnssósa fatanna ekki hafa áhrif á sig!.
Lesa meira

Sá fjórði, Þvörusleikir

Við höldum áfram að fara í gegnum ljóðabálk Jóhannesar úr Kötlum um íslensku jólasveinana, meðfylgjandi eru myndir tveggja listamanna eins og þeir sáu kauða. Aðfaranótt 15.
Lesa meira