Að baki er yndisleg samvera okkar allra hér í skólanum. Nemendur og starfsfólk mættu í sínu fínasta pússi í skólann í morgun og nutu sín, þennan síðasta skóladag ársins. Tveir nemendur kveðja okkur nú, en hver veit hvað verður í framtíðinni?; þau Dagný og Atli ætla að hefja nám í Danaveldi eftir áramótin. Við sendum þeim okkar bestu óskir um gott gengi á danskri grundu. Við eigum svo sannarlega eftir að sakna þeirra og foreldra þeirra héðan frá Þórshöfn. Myndir vantar því miður af 5. - 7. bekk.
|
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 647-0715 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is