Á mánudaginn er „stóri upplestrardagurinn“. Hann er fyrsti dagur Norrænu bókasafnavikunnar og kl. 9 á mánudagsmorguninn verður lesið á sama tíma á öllum Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, sömu textar á mismunandi tungumálum. Þetta er ekki í útvarpinu en það er líka hægt að hlusta á Ævar vísindamann í beinu streymi frá Norræna húsinu klukkustund síðar, kl. 10 þennan sama mánudagsmorgunn. Upplestrarbækurnar í Dagrenningu eru „Vöffluhjarta“ fyrir börnin og fyrir unglinga er færeyska bókin „Skrifa í sandinn.“ Þema Norrænu bókasafnsvikunnar að þessu sinni er vináttan á Norðurlöndunum.

|
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 647-0715 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is