Steini okkar er nú farinn í fæðingarorlof fram yfir áramót. Við erum svo heppin að hafa fengið Katrínu Örnu Kjartansdóttur í afleysingar í sund og íþróttakennslu. Hún hefur verið í starfsþjálfun hjá Steina undanfarnar vikur og hefur verið með fótboltaæfingar í fjarveru Ásdísar Hrannar svo hún er farin að þekkja krakkana vel! Katrín er stúdent frá F.Su. fótboltakona og íþróttaálfur af guðs náð. Velkomin og Steini hafðu það gott!
|
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 647-0715 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is