þó sé hún dauða þreytt,
hendur hennar sótugar
og hárið illa greitt.
Hún fer að engu óð
er öllum mönnum góð
og vinnur verk sín hljóð -
Sumir skrifa í öskuna
öll sín bestu ljóð.
Ég veit að þessi kona
er vinafá og snauð
af veraldlegum auð,
að launin, sem hún fær,
eru last og daglegt brauð.
En oftast er það sá,
sem allir kvelja og smá,
sem mesta mildi á. -
Fáir njóta eldanna,
sem fyrstir kveikja þá.
Davíð Stefánsson
Ný kvæði 1929 |
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 647-0715 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is