02.09.2014
Í dag, 2.september velja nemendur sér valgreinar.Hver nemandi er í 4,5 - 6 kennslustundum á viku í vali.Valannir eru 3.Því miður er það svo að nemendur fá ekki alltaf þær valgreinar sem þau helst vilja en reynt er að koma til móts við nemendur þegar þeir fá ekki það sem þeir helst vilja.
Við erum óskaplega stolt af valinu okkar og teljum að hér sé ótrúlega margt í boði, og kennarahópurinn okkar sé í meira lagi hæfileikaríkur að geta boðið upp á allt það sem hægt er að velja á milli.
Það er sérlega ánægjulegt að nemendur Grunnskólans á Bakkafirði eru með í vali og kennarar þar sinna sömuleiðis valgreinakennslunni!
Nemendur í 7.-10 árgangi eru í vali.
Meðfylgjandi er valbæklingur nemenda og það er um að gera fyrir foreldra að hafa áhrif á val barnanna sinna því hér er um að ræða stóran hluta af námi þeirra.
Valbók nemenda haust 2014.
Lesa meira
31.08.2014
Fimmtudaginn 4.september verður kynning á vetrarstarfinu í skólanum og farið yfir foreldrasamstarfið.Þá verður einnig Mentorkynning fyrir foreldra og aðstandendur þar sem farið er yfir þau atriði sem við notum hve mest.Foreldrar og forráðamenn 1.
Lesa meira
28.08.2014
Nú er einmuna veðurblíða á Langanesinu og við í skólanum ætlum að njóta hennar í Skálum á morgun, föstudaginn 29.ágúst.Allir nemendur skólans fara út á nes og fararskjótarnir verða af ýmsum toga.
Lesa meira
25.08.2014
Hér má sjá matseðil út mötuneytinu fyrir þessa viku og september mánuð.Matseðill september 2014Vinsamlegast komið til okkar öllum ábendingum sem þið kunnið að hafa varðandi mötuneytið.
Lesa meira
21.08.2014
Skólasetningin verður í Skrúðgarðinum klukkan 17:00, á morgun föstudaginn 21.ágúst.Foreldrar og aðstandendur aðrir eru velkomnir. Dagskrá:Stutt ávarp skólastjóra Afhending stundaskrár og skóladagatalsGrill í boði Foreldrafélags GÞLeikir Stólar og teppi gætu komið sér vel! Njótum síðdegisins saman í upphafi skólaárs!.
Lesa meira
19.08.2014
Á morgun leggur 10.bekkurinn okkar land undir fót.Í för með þeim verða þau Árni Davíð og Hanna María.Ákvörðunarstaður þeirra er Lundúnir hvorki meira né minna!
Þau munu þar njóta menningar og sögu þessarar stórkostlegu borgar ásamt því að rölta um Oxfordstræti og versla sér eitthvað fallegt!
Við óskum þeim að sjálfsögðu góðrar ferðar og skemmtunar!
Vegna þessa má búast við nokkurri röskun á stundaskrá 5.
Lesa meira
19.08.2014
Umsjónarkennarar í haust (eða þar til kennari fæst í 1.- 2.bekk)1.- 2.bekkur Ásdís Hrönn 3.- 4.bekkur Sigríður Klára Stuðningsfulltrúi Margrét Eyrún 5.
Lesa meira
17.08.2014
Matur er mannsins megin
Í vetur verður boðið upp á ávaxta og mjólkuráskrift.Nánari upplýsingar fara heim á næstu dögum.
Mötuneytið okkar er í góðum höndum en Karen Rut Konráðsdóttir sér um það líkt og í fyrra og er það okkur mikið gleðiefni.
Skráning í mötuneyti fer sömuleiðis fram eftir helgina.
Lesa meira