12.05.2014
Nú á fimmtudaginn, 15.maí er fyrsti verkfallsdagur af þremur sem hefur verið boðaður hjá Félagi grunnskólakennara.Ef af verður, er því engin kennsla hér í GÞ þar sem allir þeir sem sinna kennslu hér í skólanum eru í FG.
Skólastjóri og stuðningsfulltrúar verða við vinnu.
Það er von mín að vinnudeila leysist sem fyrst með sem farsælustum hætti fyrir alla hlutaðeigandi.
Lesa meira
12.05.2014
Á föstudaginn kemur verður samtalsdagur hér í skólanum okkar.Foreldrar og/eða forráðamenn eru beðnir um að skrá sig á Mentor.Hér fylgir með myndband um það hvernig þið skráið ykkur á ákveðinn tíma - fyrstur kemur, fyrstur fær!
https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g.
Lesa meira
08.05.2014
Glæsilegum tónleikum Tónlistarskóla Langanesbyggðar er lokið og okkar listamenn hafa lokið sínu skólaári í tónlistarskólanum.Frá uppskeruhátíðin var glæsilega í alla staði þar sem listamennirnar okkar í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi stigu á stokk og sýndu vetrarstarfið.
Lesa meira
08.05.2014
Vonandi sjáum við sem flesta á vortónleikum í dag kl.17 í Þórsveri.
Lesa meira
06.05.2014
Samkvæmt Skólapúlsi nú í vor meta nemendur það svo að agamál hafi batnað mjög frá því haust og er það afskaplega gleðilegt því með batnandi agastjórnun batnar líðan, vinnusemi eykst og árangur batnar.
Lesa meira
06.05.2014
Nú eru niðurstöður nemendakönnunar Skólapúlsins komnar í hús og þar kemur í ljós að áhugi á stærðfræði er jafnt og þétt að aukast hér í skólanum.
Lesa meira
06.05.2014
Starfsmaður Sparisjóðs Norðurlands, Úlfhildur Ída Helgadóttir, kom færandi hendi inn í 8.bekk í morgun og gaf öllum vasareikni.Við þökkum sparisjóðnum kærlega fyrir og mun vasareiknirinn nýtast þeim vel á komandi námsárum þeirra.
Lesa meira
06.05.2014
Vegna starfsmannafundur lýkur frístund kl.14.30 á morgun miðvikudag.
Kveðja starfsfólk.
Lesa meira
05.05.2014
Vegna forfalla fellur kennsla niður hjá 9.og 10.bekk til klukkan 10:30 og hjá 7.og 8.árgangi frá 10:30 - 11:50.Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira