Fréttir

Í skólanum er bara notalegt!

Hingað eru mættir hressir og hraustir krakkar til okkar og heilmargir starfsmenn.Við erum því albúin að taka á móti öllum sem vilja vinna í sínum áætlunum og eiga notalegar stundir saman í snjóstorminum. Jarek var svo frábær í morgun, að hann náði í starfsfólk og börnin þeirra og við erum öll þess albúin að eiga góðan dag í skólanum okkar! Vinsamlegast tilkynnið í skólann ef ykkar börn koma ekki í skólann.
Lesa meira

Stóru upplestrarkeppninni frestað um viku

Vegna vondrar veðurspár er upplestrarkeppninni sem vera àtti à morgun frestað um viku.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin 27. mars

Á fimmtudaginn 27.mars verður Stóra upplestrarkeppnin haldin á Raufarhöfn.Þar munu fjórir lesarar frá GÞ mæta og lesa upp ásamt nemendum frá Lundi, Bakkafirði og Vopnafirði.
Lesa meira

Glæsilegur árangur á Nótunni

Kadri okkar og nemendur hennar gerðu góða ferð til Akureyrar á uppskeruhátíð Tónlistarskólanna, Nótuna - nú um helgina.Tónlistarskóli Langanesbyggðar sendi tvö atriði á hátíðina og bæði atriðin komust áfram í úrslitin, en þangað fóru 10 atriði af um það bil 50 atriðum sem voru alls á hátíðinni.
Lesa meira

Nótan uppskeruhátíð tónlistarskólanna

Nú um helgina fara fram svæðistónleikar Nótunnar á Norður og Austurlandi.Tónleikarnir verða í Hofi á morgun laugardaginn 15.mars. 10 nemendur Tónlistarskólans á Þórshöfn eru mættir til leiks inni á Akureyri og búnir með sína fyrstu æfingu. Svanhildur, Álfrún, Heimir, Mikolaj, Ingibjörg, Njáll, Himri , Guðrún Margrét, Erna og Friðbjörg María við óskum ykkur góðrar skemmtunar!.
Lesa meira

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar á morgun

Á morgun föstudag fæst úr því skorið hvaða fjórir nemendur úr 7.bekk fara í úrslitakeppnina á Raufarhöfn næsta fimmtudag. Undandkeppnin hefst klukkan 12:20 í Félagsheimilinu Þórsveri og eru foreldrar og aðstandendur boðnir velkomnir auk annarra sem áhuga á því að mæta. Vonandi sjáum við sem flesta.
Lesa meira

Flott á skólahreysti!

http://instagram.com/p/lcZa6Ynv-W/ Meira á instagram #skólahreysti
Lesa meira

Glæsilegur hópur á Skólahreysti

http://instagram.com/p/lcUuJZFioD/
Lesa meira

Grunnskóliarnir í Langanesbyggð í Skólahreysti

Núna kl.13 eru grunnskólarnir í Langanesbyggð að keppa í Skólahreysti í Íþróttahöllinni á Akureyri.Að sjálfsögðu var stuðningsliði okkar mætt fyrst á staðinn. Við óskum þeim góðs gengis!.
Lesa meira

Mentor - Pin aðgangur

Mentor - Pin aðgangur Hvetjum ykkur til að kynna ykkur nýjan PIN aðgang sem Mentor býður upp á fyrir nemendur og aðstandendur.
Lesa meira