Fréttir

Tími á samtalsdegi í skólanum

http://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g 4.febrúar næstkomandi verður samtalsdagur nemenda, foreldra og kennara hér í skólanum.Bókun tíma fer nú fram í gegnum Mentor í fyrsta skipti.
Lesa meira

Orð af orði námskeið

Starfsfólk skólans fékk góða heimsókn frá Akureyri í liðinni viku, en þá leit Læsiskonan Ragnheiður Lilja inn til okkar og var með námskeið í kennsluaðferð sem nefnist ,,Orð af orði" og við erum að innleiða hér í skólanum.
Lesa meira

Við bætum umgengnina

Nú erum við hér í skólanum að taka okkur saman í andlitinu.Hér leynist dót og drasl á ýmsum stöðum og stundum gleymum við meira að segja að hengja upp yfirhafnirnar okkar og raða skónum.
Lesa meira

Frístund fellur niður í dag

Því miður fellur frístund niður í dag vegna veikinda starfsmanns.
Lesa meira

Matseðill fyrir janúar

Hér má sjá matseðilinn okkar fyrir janúar.
Lesa meira

Njótum skoteldanna í kvöld

Jafn dásamlega fallegir og skemmtilegir skoteldarnir geta verið eiga þeir sér sinn stað og sína stund.-Og sá staður er ekki skólinn né skólalóðin - og stundin er hreint ekki skólatími! Notkun skotelda veldur ónæði fyrir bæði menn og dýr, óþrifnaði og skapar hættu fyrir nemendur skólans (sbr.
Lesa meira

GÞ auglýsir eftir kennara á unglingastigi

Vegna forfalla  auglýsir Grunnskólinn á Þórshöfn eftir kennara í afleysingar á unglingastigi.Um er að ræð a.m.k.60% stöðu.Mögulegar kennslugreinar eru íslenska, danska og fleira, auk annarra verkefna sem tengjast unglngastiginu.Áhugasamir vinsamlegast sendi inn umsóknir í tölvupósti auk ferilskrár.
Lesa meira

Kirkjuferð hjá 1. - 8. bekk

Í gær lögðum við land undir fót og heimsóttum kirkjuna á Þórshöfn.Þar áttum við yndislega stund þar sem skólastjóri fór yfir þýðingu þessa húss, kirkjunnar fyrir kristna menn og nefndi til dæmi að ekki mætti hlaupa í kirkjum og þar þyrfti að taka niður húfurnar! Hún minntist þess líka að það hefði verið harðbannað að sjá jólatréð fyrr en klukkan 18:00 á aðfangadag - en í dag stendur tréð fullskreytt í stofunni hjá henni! Já svona hefur margt breyst. Hanna María fór yfir helstu tákn sem finna má í kirkjunni, merkingu skírnarinnar, altaris og predikunarstóls - sem er líklega eini stóllinn sem fyrirfinnst sem ekki hefur nokkra setu og aldrei er sest í. Sungin voru nokkur jólalög og við erum alveg ákveðin í því að gera þetta aftur á næsta ári, svo vel tókst til! Takk fyrir indæla stund í kirkjunni krakkar.    .
Lesa meira

Skóli til 12:00 á morgun og aftur klukkan 16:00

Á morgun fimmtudag verður skólinn til hádegis og fara nemendur þá heim (hádegisverður er í boði fyrir áskrifendur) og koma aftur klukkan 16:00 á litlu jólin.
Lesa meira

Litlu jólin á morgun!

Á morgun er hátíðardagur í skólanum okkar! Litlu jólin eru ætíð einn af helstu viðburðum skólaársins - enda mikil hátíð.Litlu jólin hefjast klukkan 16:00 á morgun og nemendur mega koma með nammi með sér í skólann og drykk að eigin vali. Nemendur eiga sömuleiðis að koma með pakka á litlu jólin sem kosta um 500 - 1000 krónur - rétt til að gleðja bekkjarfélagana. Klukkan 18:00 er nemendum skólans boðið til kvöldverðar í Þórsveri ásamt starfsfólki skólans.
Lesa meira