Fréttir

Inngangur

Á morgun, þriðjudaginn 4.febrúar er samtalsdagur í skólanum.Umsjónarkennarar hitta nemendur sína og foreldra í sínum umsjónarstofum. Vegna óhapps sem varð við austur inngang skólans, er gengið inn um vestur innganginn. Verið velkomin og vonandi hafið þið notið þess að fara í gegnum námsmatsmöppurnar! Munið að taka möppuna með í samtalið á morgun og ekki gleyma að fylla út vetrarsamtalsblaðið sem fylgdi með henni! Allir eru velkomnir í kaffisofa á kaffistofunni okkar. P.s:  Þakkir fyrir frábærar viðtökur á skráningunni á Mentor! Bara snilld að það sé hægt að ganga svona frá skráningunum en þetta eykur líkurnar á því að allir fái tíma sem henti þeim sem best.
Lesa meira

Samlokusala á föstudaginn og sparinesti!

Samkvæmt hefð er leyfilegt að koma með sparinesti í skólann síðasta föstudag í mánuði.Á föstudaginn ætla krakkarnir í 7.og 8.
Lesa meira

Námsmatsmöppurnar fara heim á morgun

Á morgun fimmtudag, koma nemendur heim með námsmatsmöppurnar sínar til að sýna og kynna fyrir foreldrum sínum og forráðamönnum. Í námsmatsmöppunni er eyðublað sem allir nemendur eiga að svara og koma með útfyllt í samtalið við kennarann sinn þann 4.
Lesa meira

Breytingar á stundaskrám

Vinsamlegast athugið að frá og með 20.janúar taka í gildi breytingar á stundaskrá nemenda í 5.- 10.árgangi.Þær eru tilkomnar vegna breytinga á kennaraliði skólans en einnig vegna breytinga á kennslufyrirkomulagi í 9.
Lesa meira

Nýr kennari mætir til starfa

Á morgun 20.janúar lætur Halldóra Sigríður af störfum sem kennari hér við skólann og Elín Finnbogadóttir kemur í hennar stað.Við þökkum Höddu fyrir frábærar samverustundir og góð störf hér við skólann - hennar verður sárt saknað, en maður kemur í manns stað.
Lesa meira

Tími á samtalsdegi í skólanum

http://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g 4.febrúar næstkomandi verður samtalsdagur nemenda, foreldra og kennara hér í skólanum.Bókun tíma fer nú fram í gegnum Mentor í fyrsta skipti.
Lesa meira

Orð af orði námskeið

Starfsfólk skólans fékk góða heimsókn frá Akureyri í liðinni viku, en þá leit Læsiskonan Ragnheiður Lilja inn til okkar og var með námskeið í kennsluaðferð sem nefnist ,,Orð af orði" og við erum að innleiða hér í skólanum.
Lesa meira

Við bætum umgengnina

Nú erum við hér í skólanum að taka okkur saman í andlitinu.Hér leynist dót og drasl á ýmsum stöðum og stundum gleymum við meira að segja að hengja upp yfirhafnirnar okkar og raða skónum.
Lesa meira

Frístund fellur niður í dag

Því miður fellur frístund niður í dag vegna veikinda starfsmanns.
Lesa meira

Matseðill fyrir janúar

Hér má sjá matseðilinn okkar fyrir janúar.
Lesa meira