Fréttir

Ljótufatadagur á morgun 2. apríl í GÞ

Starfsfólk GÞ ætlar að mæta í sínu ljótasta pússi á morgun! Nú er bara spurning hvort nemendur skólans taki áskoruninni og finni fötin sem þeir einhvern veginn hafa aldrei fílað! Starfsfólkið er til! En þið?
Lesa meira

Glæsilegir fulltrúar GÞ á Stóru upplestrarkeppninni

  Klara Sif, Svanhildur Björt, Baldur og Mansi kepptu í dag fyrir hönd okkar í Stóru upplestrarkeppninni á Raufarhöfn.Öll stóðu þau sig með miklum sóma og Svanhildur krækti í þriðja sætið! Grunnskólinn á Vopnafirði var í öðru sæti og sigurinn féll í hlut Öxarfjarðarskóla annað árið í röð. Tónlistarskóli Langanesbyggðar var með tvö tónlistaratriði á hátíðinni og meðal annars fengum við að heyra 10 nemendur okkar flytja sama atriði og hlaut viðurkenningu á Nótunni, Akureyri. Sannarlega góður dagur!.
Lesa meira

Njáll stóð sig með sóma í Hörpunni í dag!

Úrslitahátíð Nótunnar fór fram í dag og átti Langanesbyggð þar glæsilegan fulltrúa, Njál Halldórsson frá Skeggjastöðum.Hann lék á harmoniku tóna eftir Edward Grieg, In the hall of the Mountain King, en mörg okkar fengu að heyra það atriði á jólatónleikum Tónlistarskólans.
Lesa meira

Föstudagur í faðmi Kára

Skólinn starfar með hefðbundnum hætti í dag.Aðalgötur bæjarins eru vel færar og aðgengi að skólanum mjög gott.Vinsamlegast gangið inn vestan megin!.
Lesa meira

Í skólanum er bara notalegt!

Hingað eru mættir hressir og hraustir krakkar til okkar og heilmargir starfsmenn.Við erum því albúin að taka á móti öllum sem vilja vinna í sínum áætlunum og eiga notalegar stundir saman í snjóstorminum. Jarek var svo frábær í morgun, að hann náði í starfsfólk og börnin þeirra og við erum öll þess albúin að eiga góðan dag í skólanum okkar! Vinsamlegast tilkynnið í skólann ef ykkar börn koma ekki í skólann.
Lesa meira

Stóru upplestrarkeppninni frestað um viku

Vegna vondrar veðurspár er upplestrarkeppninni sem vera àtti à morgun frestað um viku.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin 27. mars

Á fimmtudaginn 27.mars verður Stóra upplestrarkeppnin haldin á Raufarhöfn.Þar munu fjórir lesarar frá GÞ mæta og lesa upp ásamt nemendum frá Lundi, Bakkafirði og Vopnafirði.
Lesa meira

Glæsilegur árangur á Nótunni

Kadri okkar og nemendur hennar gerðu góða ferð til Akureyrar á uppskeruhátíð Tónlistarskólanna, Nótuna - nú um helgina.Tónlistarskóli Langanesbyggðar sendi tvö atriði á hátíðina og bæði atriðin komust áfram í úrslitin, en þangað fóru 10 atriði af um það bil 50 atriðum sem voru alls á hátíðinni.
Lesa meira

Nótan uppskeruhátíð tónlistarskólanna

Nú um helgina fara fram svæðistónleikar Nótunnar á Norður og Austurlandi.Tónleikarnir verða í Hofi á morgun laugardaginn 15.mars. 10 nemendur Tónlistarskólans á Þórshöfn eru mættir til leiks inni á Akureyri og búnir með sína fyrstu æfingu. Svanhildur, Álfrún, Heimir, Mikolaj, Ingibjörg, Njáll, Himri , Guðrún Margrét, Erna og Friðbjörg María við óskum ykkur góðrar skemmtunar!.
Lesa meira

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar á morgun

Á morgun föstudag fæst úr því skorið hvaða fjórir nemendur úr 7.bekk fara í úrslitakeppnina á Raufarhöfn næsta fimmtudag. Undandkeppnin hefst klukkan 12:20 í Félagsheimilinu Þórsveri og eru foreldrar og aðstandendur boðnir velkomnir auk annarra sem áhuga á því að mæta. Vonandi sjáum við sem flesta.
Lesa meira