Fréttir

Foreldrakaffi í GÞ á fimmtudagsmorgnum

Heil og sæl Allt frá því ég tók við skólastjórn á Þórshöfn hefur mig langað til þess að koma á foreldrakaffi einn morgun í viku og nú er komið að því!Alla fimmtudaga eru foreldrar velkomnir í morgunkaffi í Grunnskólanum frá 8:00 - 9:00.
Lesa meira

Djákninn á Myrká

Búðarnes, Myrkárbakki og Myrká séð til vesturs.Eyðibýlin: Myrkárdalur og Stóragerði upp í dalnum í bakgrunni. Djákninn á Myrká Hjalar kul í háu, röku sefi. Hvíslað er á bak við lukta skrá. Nóttin dvínar, dögun skímugrá daggir les hjá rúðu úr gráum vefi.Hún opnar skemmu, hreyfir hægt við lásnum. Hey í varpa, golan strýkur þurrt þekjugras.
Lesa meira

Dagur gegn einelti

Í dag 7.nóvember hugum við að eineltismálum á landsvísu. Olweusaráætlunin er nýtt hér hjá okkur í GÞ en hún leggur mikla áherslu á • hlýlegan og jákvæðan áhuga og alúð hinna fullorðnu • ákveðna ramma vegna óviðunandi atferlis • stefnufastri beitingu neikvæðra afleiðinga (refsinga) sem hvorki eru líkamlegar né óvinveittar, brjóti nemandi gegn þeim reglum sem ákveðnar hafa verið • að fullorðnir í skóla (og á heimili) séu sem yfirboðarar við vissar aðstæður.
Lesa meira

Ljóð dagsins

Drangey Hið illa – því varð aldrei burtu þokað úr innsta leyni þínu, hefst þar við og hlustar, líkt og í svefni, á sogandi nið sjávargangsins, þegar bjargið er lokað. Vakir í dýpi dökkra hengifluga djúpt að baki fuglanna kviku þröng svo leynt og djúpt að engan yfirsöng bar alla leið sem mætti slæva það, buga. Oft þá varir sízt og sólin til þín siglir rauðum voðum, úr hafi stigin og lyftist þú í ljós morgunsins, tigin – birtist hið illa, brýtur upp klettana! Skín hið brýnda vopn sem digrar krumlur hampa. Slær um iðandi björgin beittum glampa! Hannes Pétursson Hér er vísað til heimsóknar Guðmundar góða bískups í Drangey væntum við en þjóðsagan um þá heimsókn er mörgum kunn.
Lesa meira

Ljóð dagsins

Sjávarkauptún á hvíldardegi Það líður frá hádegi. Hafgolan leitar inn: um húsasund og götur fer gustur blýlitaður. Mjög stakar verða strjálar persónur utandyra fyrir opnu Norðrinu. Fjörðurinn í boga blágrænn við sand og malir í stórum boga sem er stjörnunum samboðinn. Og hjartað fylgist með deginum: daufgerðum, löngum mínútum í halarófu inn undir himin kvöldlygnunnar. Hannes Pétursson
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur 13. nóvember

Fimmtudaginn 13.nóvember verður hátíð í Þórsveri á vegum skólans.Hátíðin fer fram klukkan 17:00.Nánar síðar.
Lesa meira

Matseðill fyrir nóvember

Hér má sjá matseðill fyrir nóvember mánuð. Matseðill nóvember 2014
Lesa meira

Lestur er bestur!

Í haust hefur verið unnið mikið og gott starf hér í skólanum í Læsi.Lestrarfjelagið er enn starfandi þar sem nemendur í 1.- 10.bekk fá aukinn lestur á meðal jafningja tvisvar til þrisvar sinnum í viku.
Lesa meira

Hrekkjavakan hafin á Þórshöfn

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið! Í dag stendur nemendafélagið okkar fyrir skemmtun í Þórsveri fyrir alla nemendur skólans.1.- 4.
Lesa meira

Sparinesti og samlokusala á fimmtudag!

Við minnum á fjáröflun 10.bekkjar á fimmtudaginn en þá selja þeir samlokur og svala í kaffitímanum á litlar krónur 700. Á fimmtudag er einnig sparinesti! Húrra!.
Lesa meira