Verum ástfangin af lífinu

Þorgrímur Þráinsson, aufúsugestur, hitti nemendur í 8. - 10. bekk í lok vikunnar og flutti fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu.

 Í fyrirlestrinum er Þorgrímur fyrst og fremst að hvetja nemendur til að leggja sig fram, bera ábyrgð á sjálfum sér, hjálpa öðrum og vera góðar manneskjur. Einnig fjallar hann um mikilvægi svefns og að setja sér makmið.