Tónlistarskóli Langanesbyggðar auglýsir eftir tónlistarkennara

 

 

 

Helstu verkefni eru:

 • Að annast kennslu og sjá um tónleikahald
 • Vinna saman að stundatöflugerð með umsjónakennurum og skólastjóra en nemendur hafa ýmist fasta stundaskrá eða rúllandi í tónlistarskólanum
 • Að veita foreldrum sem gleggstar upplýsingar um skólann, skólastarfið og gengi viðkomandi nemanda
 • Að hafa hagsmuni og jafnrétti nemenda að leiðarljósi og sýna hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju
 • Önnur verkefni sem að skólastjóri felur kennara eða verkefni sem eru skilgreind á hans ábyrgðarsviði

Menntun og hæfniskröfur

 • Réttindi til kennslu í tónlistarskóla er æskileg
 • Þekking á kennslu- og uppeldisfræði er æskileg
 • Góð færni í hljóðfæraleik
 • Hreint sakavottorð
 • Forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar
 • Frumkvæði og sjálfstæði
 • Áhugi á að taka þátt í teymisstarfi og umbótaverkefnum
 • Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli

 

Frekari upplýsingar veitir Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn gegn um netfangið hilma@thorshafnarskoli.is

Umsóknir ásamt ferilskrá og meðmælendum óskast sendar á netfangið hilma@thorshafnarskoli.is

Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2022