Tónlistarnám á haustönn


Nú er að komast á  hreint hvernig skipulagi tónlistarskólans verði háttað á haustönn en tónlistin verður kennd í lotum.



Skipulagið lítur svona út, með fyrirvara um breytingar:

Vikurnar 11.-15.okt og 18.-22.okt mun Sigurður Jóhannes Jónsson (Jonni) kenna tónlist, bæði hóptíma og einstaklingstíma.

Miðvikudaginn 27.október kemur Kadri (fyrrum tónlistarkennari hér) til okkar og verður með tónlistarbúðir í einn dag.

Vikurnar 23.nóv - 26.nóv og 29.nóv - 3.des   Kadri kemur og kennir á staðnum og stefnt á tónleika í lok seinni vikunnar.

Það verður þétt dagskrá þessar vikur svo að nemendur fái sem mest út úr þessu en gjaldið verður 75% af gjaldskrá.
Samkvæmt gjaldskrá 2021 er fullt gjald fyrir önn í tónlistarskólanum 41.020
Nemendur í 1. - 3.bekk fá hálft nám og borga þar af leiðandi helming af gjaldinu.  

Sækja má um með því að senda tölvupóst á hilma@thorshafnarskoli.is eða í gegnum heimasíðuna okkar:
https://www.grunnskolinn.com/is/umsokn-i-tonlistarskola/saekja-um-nam

Sækja þarf um fyrir föstudaginn 8.október.
Þeir sem nú þegar hafa sótt um í tónlistaskólanum þurfa ekki að sækja um aftur.