Þorrablótið!

Eftir hádegi í dag skelltum við í tveggja og hálfs tíma þorrablót! Þar var ýmislegt í boði, s.s. matarkynning, kynning á gömlum áhöldum, þorra-kahoot, leikir, söngur og fleira.

Í lokin fengum við að sjá og hlæja saman að kennaragríninu sem nemendur á unglingastigi gerðu!

Hér eru nokkrar myndir frá deginum