Þorrablót grunnskólans

Þorrablót grunnskólans verður fimmtudaginn 28.janúar eins og skráð er á skóladagatali. Fyrirkomulagið verður með breyttu sniði. Hver bekkur heldur sitt blót í sinni bekkjastofu frá kl.12.20-15.00 og getum við því miður ekki boðið fjölskyldum nemenda að mæta á blót í ár.  

Nemendur eru hvattir til að koma með þjóðlegt nesti fyrir nestisstundina um morguninn. Skólinn býður upp á smakk úr þorrabakka á blótinu sjálfu.