Þorrablót

Þorrablót grunnskólans verður haldið í Þórsveri fimmtudaginn 25. janúar og hefst það kl. 17.00

Dagurinn er tvöfaldur á skóladagatali.  Skólastarfi lýkur á hefðbundnum tíma "fyrri daginn" og svo mæta nemendur aftur með fjölskyldum sínum fyrir kl. 17 í Þórsver, dagskráin hefst kl. 17.00. 

Þorrablótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. skemmtiatriði og matarhlé. Gestir koma með mat og áhöld með sér.