Þemadagar á unglingastigi

Dagana 20.-27. maí er 8.-10. bekkur að vinna að margskonar verkefnum. Nemendur völdu sér sjálfir verkefni, bæði stór og smá inn í stundaskrárnar fyrir þessa daga og fá leiðsögn frá unglingakennurunum sem skipulögðu verkefnin og dagana. Má þar t.d. nefna: að gera náttúrulífsþátt, vinna með sögur af Langanesi, gera hlaðvarp, Greenscreen, heimasíðugerð, akademísk vinnubrögð, forritun, 3-D pennar, escape the room, áhrifavaldar og fleira og fleira.