Þá byrjar það!

Grunnskólinn á Þórshöfn var settur mánudaginn 22.ágúst. Eftir stutta stund og formlega setningu í Þórsveri hittu kennarar nemendur og forráðamenn í bekkjarstofum nemenda, þar voru m.a.stundaskrár afhentar og ýmsum upplýsingum komið til skila.  

Foreldafélagið bauð upp á grillaðar pylsur og drykki á skólalóðinni í blíðskaparveðri.