Styrkur frá Endurmenntunarsjóði grunnskóla

 

Grunnskólinn á Þórshöfn fékk styrk upp á 625.000 kr frá Endurmenntunarsjóði grunnskóla í verkefnið  "Það starfsfólk vex í starfi sem að er hlúð,"  Mikilvægt er að huga að persónulegri líðan fagfólks í samfélagi þar sem aukin eftirspurn er eftir þjónustu. 

Verkefnið snýst um að bjóða starfsfólki upp á endurspeglandi handleiðslu frá markþjálfa.  Handleiðslan skal vera uppbyggjandi og valdeflandi og minnka þar með líkur á kulnun.  Starfsfólk sem þekkir styrkleika sína, ígrundar og nýtir sér endurgjöf til faglegs þroska í starfi veitir nemendum betri þjónustu. 

Markmi

  • Að starfsfólk þjálfist í ígrundun og að geta greint styrkleika sína.
  • Að efla sjálfsþekkingu og seiglu hjá starfsfólki.
  • Að minnka líkur á kulnun hjá starfsólki.

 

Við þökkum Endurmenntunarsjóði fyrir veittan styrk í þetta mikilvæga verkefni. 

 

Úthlutanir

https://www.samband.is/verkefnin/fraedslumal/sjodir/endurmenntunarsjodur-grunnskola/