Stjörnukíkir og smásjá keypt fyrir gjafafé frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar

Skólinn fékk 100.000 kr peningagjöf frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar í tilefni 90 ára afmælis skólans haustið 2023. Þann pening nýttum við í vetur til að kaupa stjörnukíki og smásjá.

Tækin munu auðga nám nemenda okkar og við erum afar þakklát Verkalýðsfélagi Þórshafar fyrir höfðinglega gjöf.