Hafið þið heyrt um tilfinningaálfana sem búa í gulskellóttum steini, um náhvalinn og ævintýri Einars, um Elísabetu litlu sem hvarf eða um sjómennina fjóra sem ætluðu að sigla til Grænlands?
Áframhaldandi vinna í verkefninu Tungubrestur og listsköpun fór fram á Bakkafirði dagana 22. og 23. apríl. Ævar Þór Benediktsson leiddi vinnuna og leiðbeindi nemendum við sögugerðina. Eftir nemendur liggja nú nokkrar sögur af ýmsum ævintýrum sem eiga að hafa átt sér stað á Bakkafirði. Lögð var áhersla á drauga- og þjóðsögur.
Verða þessar sögur frumsýndar á hátíðinni Grásleppan sem fram fer á Bakkafirði laugardaginn 31. maí.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is