Snjallir krakkar

Við höfum svolítið verið að vinna með Þingeysku sjallkistuna frá Þekkingarneti Þingeyinga sem Gréta Bergrún kynnti fyrir okkur í haust. Í kistunni eru fjórir pakkar sem geta gengið á milli skóla í Þingeyjarsýslum, þeir innihalda alls konar verkefni sem krefjast útsjónarsemi og rökhugsunar. Lego vélmenni, rafmagnsfræði, kóðun, teikningar og fleira og fleira. Í einum pakkanum er vínylskeri og hitapressa þar sem hægt er að skera út vegglímmiða, gluggafilmur og fatafilmur til að pressa á föt. Gréta á sjálf vínylskera og hitapressu sem hún  ætlar að leyfa okkur að hafa í vetur meðan hún skreppur út til náms í Noregi, kunnum við henni bestu þakkir fyrir.

Myndir