Skólasetning

Mynd: Dögun Rúnarsdóttir
Mynd: Dögun Rúnarsdóttir

Mánudaginn 24.ágúst 2020 verður Grunnskólinn á Þórshöfn settur í 88.sinn.

Vegna aðstæðna verður skólasetning með óhefðbundnu sniði og getum við ekki tekið á móti öllum foreldrum.

Nemendur mæta í sínar bekkjastofur kl. 11.00. Þar hitta þeir sinn umsjónarkennara ásamt hluta af öðru starfsfólki. Samverunni lýkur kl.11.30. Skólaakstur verður þennan dag.  

Foreldrum nemenda í 1.bekk og nýrra nemenda er velkomið að koma með sínum börnum. Eins ef einhver nemandi treystir sér ekki einn þá er sjálfsagt að foreldri fylgi með. 

Flestir nemendur vita hvaða stofa verður þeirra bekkjarstofa en fyrir þá sem það ekki vita verður starfsfólk í anddyrinu sem vísar veginn. 

Þriðjudaginn 25.ágúst mæta allir nemendur kl.8.10 og byrjar þá hefðbundið skólastarf. Skólabílar sækja kl.14.00 mánudaga-fimmtudaga og kl.13.40 á föstudögum.

Við hlökkum til að sjá ykkur!