Skólahald eftir páska

Þá er orðið ljóst hvernig skólahaldi verður háttað eftir páska og getum við byrjað þriðjudaginn 6.apríl eins og skóladagatal okkar segir til um. 

Við þurfum að breyta hádegishléi hjá nokkrum bekkjum til að fara ekki yfir leyfilegan fjölda í sama rými. 8.-10.bekkur verður í hádegishléi kl. 11.10-11.40 og færist þá sú kennslustund sem venjulega er á þeim tíma til kl. 11.40. Á þriðjudögum fylgja nemendur í 7.bekk með unglingadeild í hádegi en aðra daga er hádegishlé á venjulegum tíma hjá þeim. 

Nemendur þurfa ekki að vera með grímur en við minnum á mikilvægi handþvotts.  

Sjáumst þriðjudaginn 6.apríl!