Skólahald eftir páska

Skipulag á skólahaldi eftir páska og fram til loka samkomubanns verður með þessum hætti:

Skóli verður frá kl. 8.10 -12.00 og ekkert skólamötuneyti nema fyrir börn í frístund.

Allir nemendur mæta alla daga. 

Við bætum við tveimur rýmum og getum því dreift bekkjum og skipulagt þannig að hópar blandist ekki, tveir til þrír starfsmenn verða með hverjum bekk eða hverri bekkjardeild. Á unglingastigi verður unnið eftir áætlunum frá faggreinakennurum. 

Hér má sjá skiptinguna, hvaða kennarar verða með hvaða bekki og hvar bekkirnir verða, ég vek sérstaka athygli á því að nemendur í 9.bekk eiga að mæta í Þórsver og nemendur í 1. og 2.bekk mæta í tónlistarskólann. Frístund verður einnig í húsnæði tónlistarskólans og börnin því sótt þangað í lok dags. Nemendur í 7. og 8.bekk ganga inn um starfsmannainngang, það er inngangurinn við þeirra bekkjastofu.

1.-2.bekkur  Tónlistarskóli   Karlotta, Hanna Dísa, Edgars 
Frístund  Tónlistarskóli   Hanna Dísa 

3.bekkur 1.-2.bekkjastofa  Solla, Magga og Sóley 

4.bekkur Bekkjarstofa   Magdalena og Ágústa  

5.-6.bekkur  Bekkjastofan   Sveinbjörg og Lilja 

7.-8.bekkur  Bekkjastofa   Almar, Hrafngerður og Hilma

9.bekkur  Þórsver   Hulda og Hildur 

10.bekkur Bekkjarstofa   Árni og Hanna

 

 

Hafið samband ef eitthvað er óljóst. 

Kveðja Hilma Steinarsdóttir, hilma@thorshafnarskoli.is, sími 852-0412