Skipulag á skólastarfi vegna samkomubanns

Skóli byrjar kl.8.10 

Nemendur fara beint inn í sínar bekkjarstofur og þar tekur kennari á móti þeim.

Skóla lýkur kl.13.00 (til kl. 13.20)

Nemendur sem fara í skólabíl fara út kl. 13.00.

Eftir þeim fer 1. -2.bekkur út, svo 3.-4.bekkur, næst 5.-6.bekkur, 7.-9.bekkur og síðastur fer 10.bekkur. Þá má gera ráð fyrir að klukkan sé um 13.20. Þetta gerum við til að blanda ekki saman bekkjum í forstofunni og takmarka fjöldann þar.

 

Öll kennsla fer fram í bekkjastofum eða utanhúss.

Bekkjastofur:

Borð færð í sundur – dót og ákveðin kennslugögn fjarlægð. Ritföng á borðum nemenda, engin sameiginleg ritföng, litir eða áhöld.

3. og 4.bekk skipt upp í tvær stofur vegna þess að ekki er nægilegt rými í bekkjastofunni þeirra.

3.bekkur verður inni í sérkennslustofunni, það verður þeirra bekkjarstofa, aðrir hópar koma ekki þar inn.

7.-10. mun líka nota mynd og handmenntastofuna, ekki aðrir bekkir.

Faggreinakennarar koma inn í bekkjarstofur.

 

Frístund – opin frá 13-16, verða inni í sinni bekkjarstofu. Útivist þegar viðrar.

 

Forstofa:

Frímínútum verður skipt upp, þetta er gert til að takmarka fjölda í anddyrinu.

Kl.9.20-9.40      

Kl.9.30-9.50      

Kl.9.40-10.00    

 

Ávextir:

Við höldum áfram með ávaxtastund. Umsjónakennarar sækja og deila ávöxtum inni í sínum bekk.

 

Mötuneyti:

Breyting verður á tíma á hádegismat hjá nemendur í 1.-2.bekk og 5.-6.bekk.

Kl.11.10 - 11.40 1.-2.bekkur, 5.-6.bekkur  (kennslustund sem átti að vera kl.11.10 færist til kl.11.40)

Kl.11.50 - 12.20 3.-4.bekkur, 7.-9.bekkur og 10.bekkur

 

Tónlistaskóli:

Engin hópkennsla. Ný stundaskrá.

Einstaklingskennsla heldur áfram, nemendur í sömu bekkjardeild fara sömu daga.

Hljóðfæri, handföng og snagar í forstofu sótthreinsaðir eftir hvern nemanda.

 

Almennt:

Við höldum áfram að leggja áherslu á mikilvægi handþvotts og sótthreinsunar.

Almenningsrýmið í anddyrinu verður ekki notað.

Smíðastofa, kennslueldhús og íþróttahús ekki notað.

Staðan verður metin á hverjum degi og má fólk alveg búast við einhverjum breytingum með stuttum fyrirvara.