Samræmd könnunarpróf í 9. og 10. bekk standa yfir þessa dagana og eru tekin á tveimur dögum. Í gær tóku nemendur próf í íslensku og fyrri hluta ensku og á morgun taka þau stærðfræðiprófið og seinni hluta ensku. Prófin hefjast kl. 8:30 báða dagana og eru rafræn í fyrsta skipti. Frá því að nemandi skráir sig inn í prófið hefur hann tvær og hálfa klukkustund til að ljúka prófinu. Framvegis munu nemendur í 9. bekk taka samræmd próf á vorönn en ekki á haustönn í 10. bekk eins og verið hefur.
| 
 Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími skólastjóra 468-1164  | 
 
  | 
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 647-0715 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is