Samræmd próf

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag munu níundu bekkingar þreyta samræmd próf í íslensku, stærðfræði og ensku. Nemendur fá 150 mínútur til að leysa prófin auk 30 mínútna fyrir þá sem hafa stuðningsúrræði. Það er nauðsynlegt að nemendur séu vel út hvíldir og hafi með sér nesti því ekkert hlé er á prófinu frá því að nemandi opnar prófið þar til hann lokar því og skráir sig út úr því.