Nýtt skipulag, 18.nóv-1.des

Mikið höfum við staðið okkur vel síðustu vikur, bæði nemendur og starfsfólk :) En það er ánægjulegt að fella á grímuskyldu og 2 metra regluna niður hjá miðstigi frá morgundeginum, það auðveldar mikið fyrir alla. 

Ennþá verður 2 m regla/grímuskylda hjá nemendum í 8.-10.bekk og milli starfsfólks, allavega fram að 1.des. 

Á morgun opnum við skólamötuneytið aftur en við þurfum að breyta tímanum á hádegishléi vegna fjöldatakmarkana. Allir hafa fengið póst þess efnis. 

Skólaíþróttir verða leyfilegar og fara æfingar hjá UMFL í gang aftur á morgun, miðvikudag.  

Við ætlum að lengja skóladaginn um 15 mínútur hjá yngsta stigi, nemendur í 1.-4.bekk klára skóladaginn kl. 13.15, frá 18.nóv til 1.des. 

5.-10.bekkur verður eins og stundaskrá segir, til kl. 14.00. Föstudagar verða eins hjá öllum, þ.e. allir til kl.13.40. 

Höldum áfram að standa saman!