Nemendur bæta við sig nýrri þekkingu og færni í smíðum á smáhýsi

Hrafngerður, Jóhannes og Marinó
Hrafngerður, Jóhannes og Marinó

Markviss útikennsla er hjá 5.-6.bekk, ein klukkustund í viku og eru nemendur að smíða smáhýsi sem sett verður á skólalóðina og nýtt undir dót og leiktæki. 

Þetta er verkefni sem byrjaði í fyrravetur og fengu sömu nemendur að halda því áfram. Þegar veður er ekki gott er verkefninu haldið áfram innanhúss en við höfum aðgang að smíðaverkstæðinu hjá Dawid og það sem meira er þá er alltaf menntaður smiður með nemendunum. Lærdómsríkt og flott verkefni! 

Myndir