Sunnudaginn 8.maí kl. 14.00 – 16.00 verður markaðsdagur í Þórsveri og eru allir velkomnir með varning til að selja, nýjar sem notaðar vörur, handavinnu, nýbakað eða hvað sem fólki dettur í hug. Panta þarf borð hjá Bonný í síma 782-1393 eða í gegnum Facebook. Plássið kostar 2500 kr og mun sá peningur renna til nemenda í 5. og 6.bekk í Grunnskólanum á Þórshöfn. Nemendur verða einnig með léttar kaffiveitingar til sölu en safnað er fyrir skólaferðalagi til Akureyrar í lok maí.
| 
 Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími skólastjóra 468-1164  | 
 
  | 
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 647-0715 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is