Maímánuður

Samkvæmt tilslökunum Almannavarna mun skólahald hefjast aftur að nýju með hefðbundnum hætti mánudaginn 4. maí. Íþróttakennsla, list- og verkgreinakennsla, mötuneyti o.fl. Allir bekkir í sínum bekkjarstofum aftur og kennt samkvæmt hefðbundinni stundaskrá.

Þá hefst líka námsmat sem stendur til 15. maí. og opnað verður fyrir námsmat á mentor.is 15. maí.

18. maí er starfsdagur. 19. og 20. maí eru fjölgreindaleikar sem báðir eru tvöfaldir dagar og 21. maí er uppstigningardagur.