Í næstu viku er svo kölluð lýðheilsuvika hjá okkur í grunnskólanum. Þá munum við einbeita okkur enn frekar að heilsusamlegra líferni. Vinnum þemaverkefni með nemendum sem tengjast góðri heilsu og matseðillinn verður á heilsusamlegri nótum, sjá hér Matseðill í lýðheilsuviku Nemendum er boðið upp á að fá hafragraut í mötuneytinu á morgnana milli kl. 8:00 og 8:20 áður en þeir fara í kennslustundir. Á föstudaginn 1. desember ætlar skólinn síðan að bjóða upp á sparinesti í hollari kantinum.
| 
 Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími skólastjóra 468-1164  | 
 
  | 
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 647-0715 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is